Í fjarþjálfuninni minni færðu aðgang að öflugu þjálfunarappi sem auðveldar þér að fylgjast og hafa allt á einum stað. Þar sérðu t.d.
- Æfingarprógramm með myndböndum og leiðbeiningum: Þú færð æfingaáætlun sem er aðlöguð að þínum markmiðum, með myndböndum og skýrum leiðbeiningum um hverja æfingu, teygjur og allt sem þú þarft til að æfingarnar séu rétt gerðar.
- Mataráætlanir og uppskriftir: Í appinu finnur þú tillögur að matseðlum og fjölbreyttar uppskriftir.
- Regluleg fræðsla um heilbrigðan lífsstíl: ég sendi fróðleikspósta með upplýsingum um t.d. hreyfingu, mataræði, svefn, streitu, að taka upp nýja vana, og fleira sem tengist heilbrigðum lífsstíl.
- Persónuleg þjónusta og stuðningur: Þú getur sent mér skilaboð og myndir í gegnum appið. Í appinu getur þú séð þá vana sem þú vilt byrja á, mælingar hjá þér, fyrir og eftir myndir og margt annað.
- Ef þú ert með heilsu úr geturðu tengt það við appið, þá getum við haft þær upplýsingar með.
Ég fylgi þér hvert skref á leiðinni með jákvæðri hvatningu, aðhaldi og fræðslu svo að þú náir heilsumarkmiðunum þínum.
Mánaðargjald í fjarþjálfun er: 14,900,-